Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2015

Skartgripir úr hrauni, bláum skrautkúlum og semalíusteinum.


Hraun táknar mátt eldsins sem býr hið innra.

Blá hálsfesti í blogg

Myndun hrauns byrjar djúpt í jörðu þegar berg bráðnar í möttlinum og skorpu jarðarinnar við 700-1200 °C hita og brýst upp á yfirborðið í tignarlegum eldgosum. Bergkvikan storknar svo á yfirborðinu og myndar storkuberg (hraun) í hinum ýmsu myndum og breytir ásýnd lands til frambúðar.

Ysta lag hrauns storknar fljótt þegar það kemst upp á yfirborðið en undir því getur leynst glóð í mörg ár eða áratugi. Það má því með sanni segja að hraunið sé nátengt eldinum sem kraumar innra með því og búi yfir sérstökum kröftum frá yðrum jarðar.

Eldurinn gefur kristöllunum í hrauninu orku, ákveðni og ástríðu sem berst til þess sem ber hraun. Með sama hætti öðlast sá er ber hraun

hagkvæmni, aðhaldssemi og efnishyggju frá Móður jörð.

Bláir eyrnalokkar úr hrauni og skrautkúlum

Hraun beinir einnig orku inn á við og gefur jarðtengingu svo auðveldara sé að skilja hismið frá kjarnanum og einblína á það sem að er hagkvæmt og skiptir mestu máli.
Hraun býr líka yfir lækningarmætti frá móður jörð og er vermdandi fyrir þann sem ber það

Þjóðsögurnar segja að kringlóttir hraunsteinar tákni kvenleika og langir og oddmjóir karlmennsku.

Karlmönnum voru því jafnan gefnir langir og oddmjóair steinar fyrir bardaga til þess að halda yfirvegun.

Saman voru hraunsteinarnir notaðir til þess að auka kynkvöt og frjósemi.

Blátt armband í bækling light

Bláir eyrnalokkar í bækling light

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hálsfesti úr hrauni, bláum skrautkúlum og semalíusteinum á 50 cm langri silfurhúðaðri keðju með silfurhúðaðri festingu. 6900kr

Armband úr hrauni, bláum skrautkúlum og semalíusteinum á 20 cm silfurhúðaðri keðju með silfurhúðaðri festingu. 4900kr

Eyrnalokkar úr hrauni, bláum skrautkúlum og semalíusteinum læknastál í festingum. 3900kr

Allt efni er því nickelfrítt.

Frí heimsending.

Vinsamlegast athugið að máttur steina og kristalla kemur ekki í stað viðurkenndra lækningaraðferða heldur er einungis ætlað að auðga orku og andlega líðan þess er þá ber.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband